Kvef? Ég? Neih, aldrei!!!
Það er vika síðan ég skrifaði síðast. Það þýðir svosem ekki að ég hef haft eitthvað gegveikislega mikið að gera. Ég fór nú reyndar í þrjú partý á föstudaginn, var boðið í fjögur! Það byrjaði með því að MR-gaurinn, hinn Gústinn minn, hélt upp á útskrift sína frá hinum forna Lærðaskóla við Lækjargötu. Þaðan lá leiðin upp í Grafarvog til Völlu, söngkennara og var Gústi á kortinu til að ég myndi ekki bara enda uppi í Borgarfirði eða eitthað. Ég meina, Grafarvogur er ekkert í Reykjavík! Hann er nær Blönduósi eldur en Reykjavík! Grafarvogur á að fá kaupstaðarréttindi, ég er að segja það! Þarna í sveitinni var etið og sungið og fyrst þarna fann ég fyrir því að einhverju ráði að röddin var farin að gefa sig. Síðan fór ég í leiklistarpartý eftir að hafa droppað Gústa hjá Atla Viðari. Þarna hófst drykkjan. Ráðlegging: ef þið eigið lítið af áfengi, drekkið það þá hratt. Þannig næst eftirsóknarvert ástand og maður verður ekki þunnur. Það er sneddí að vera hænuhaus! Ég fékk far til pabba, rotaðist og svaf til næstum eitt. Þegar ég vaknaði var ég full af þessu líka ógeðslega kvefi að ég hef aldrei vitað annað eins. Þegar ég var farin að fá hitahausverk fékk ég pabba til að keyra mig þangað sem bíllinn var og ók sem leið lá heim á nes. Eftir að hafa drukkið eitthvað amersíkt kvefmeðal sem er líklega bannað hérlendis rotaðist ég í tvo tíma eða þartil vekjaraklukkan hringdi og stuttu síðar Julia úr Kórnum. Mér leið eins og ég væri drukkin, en ég varð að fara í sturtu og keyra út rækjur sem við í kórnum erum að selja. Ég var klukkutíma á eftir áætlun. Ég pikkaði Gústa upp hjá Gumma, félaga hans og við ókum fyrst í Breiðholtið, sem bæ þí vei hefur sér gatnakerfi sem einhver á sýru skipulagði, og síðan til ömmu Gústa í Árbænum í mat. Mmmm.... maaat. Þetta var einum of mikið fyrir sárkvefaða og uppdópaða manneskjuna.
skrifað af Runa Vala
kl: 12:27
|